
Árlegt kaffiboð og skráning í skoðunarferð
Athygli er vakin á að árlegt kaffiboð eldi félaga Byggiðnar verður sunnudaginn 23. febrúar á Stórhöfða 31. Gengið er að venju inn Grafarvogsmegin. Kaffið, sem hefst klukkan 15:00, er ætlað félögum sem hafa náð lífeyrisaldri.
Fyrirhugað skoðunarferð eldri félagsmanna um húsakynni Alþingis verður farin miðvikudaginn 26. febrúar. Skráning er yfirstandandi en nokkur pláss eru enn laus. Hægt verður að skrá sig í kaffiboðinu aðra helgi, ef enn verða sæti laus. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins.