
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Byggiðnar – Félags byggingamanna verður haldinn föstudaginn 11. apríl klukkan 17:30. Fundurinn fer fram samtímis á Stórhöfða 31 í Reykjavík og í Skipagötu 14 á Akureyri.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf:
- Skýrsla félagsstjórnar
- Skýrslur fastanefnda
- Reikningar félagsins og skýrsla endurskoðenda
- Lagabreytingar og breytingar á skipulagsskrám sjóða, eftir atvikum.
- Ákvörðun um félagsgjald og mælingagjald
- Kosning stjórnar, trúnaðarmannaráðs, uppstillingarnefndar, kjörnefndar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins
- Kosning fastanefnda
- Önnur mál
Fundargestum verður boðið upp á kvöldverð.